Reyklaus dagur í Grindavík
				
				Í dag hefst Forvarnarvika í Grindavík, þar sem bæjarbúar eru hvattir til að bæta líkamlegt ástand, hollustu og mataræði. Heiti vikunnar er „Hver er sinnar gæfu smiður" og meðal gesta á vikunni eru Þorgrímur Þráinsson og Magnús Scheving. Þeir spjalla báðir við nema Grunnskóla Grindavíkur á morgun, í tilefni af því að Þorgrímur Þráinsson spjallar við krakkana um skaðsemi reykinga var ákveðið að dagurinn á morgun yrði reyklaus dagur í Grindavík. Dagskrá Forvarnavikunnar er hægt að nálgast á grindavik.is.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				