Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesið er vanmetinn sunnudagsrúntur
Mynd af bloggsíðu Ásu.
Þriðjudagur 28. febrúar 2017 kl. 15:50

Reykjanesið er vanmetinn sunnudagsrúntur

Segir vinsæll ferðabloggari sem heimsótti svæðið

Bloggarinn Ása Steinars fór í ferðalag um Reykjanesið á dögunum en hún segir svæðið vera kjörið sem sunnudagsrúnt úr borginni. Hún segir einnig að Reykjanesið sé afar vanmetið landsvæði þar sem ýmislegt megi finna sér til dundurs.

„Svæðið er mjög aðgengilegt og kjörinn staður fyrir smá sunnudagsbíltúr. Hægt er að finna allt frá léttum fjallgöngum til fjöruferðar eða bara hugguleg kaffihús,“ segir hún m.a. en færslu hennar má finna á króm.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bloggarinn Ása starfar fyrir Guide To Iceland sem er í fremstu röð í ferðamennsku á Íslandi. Ása er mikill heimshornaflakkari og bloggar um reynslu sína og tekur fallegar ljósmyndir.

 

Friends that adventure together stay together👩‍❤️‍👩 How fascinating are these old Icelandic lighthouses? 💛 @elisask

A post shared by Iceland Travels 😊 (@asasteinars) on