Reykjanesgönguferðir heimsækja Stafnes og Básenda
Í dag, miðvikudaginn 9. júlí fara Reykjanesgönguferðir gamla Stafnesveginn frá Stafnesi að Djúpavogi eða öfugt, veðurspá verður látin ráða hvoru megin verður byrjað. Staldrað verður við á Básendum sem fór í eyði á sínum tíma eftir stórflóð. Einnig verður staldrað við á Þórshöfn sem var verslunarstaður þjóðverja á 15. Og 16 öld og Kirkjuvogi þar sem talið er að hafi verið búið til forna.
Göngutími er 3-4klst. Gönguferðin hefur erfiðleikastigið þrjár stjörnur og er fyrir þá sem treysta sér til að ganga í mólendi 8-10 km ekki mikið uppí móti, gengið verður frá A-B semsagt ekki í hring.
Allir velkomnir.
Brottför kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ.
Kostnaður við rútuferð er kr. 1.000 pr. mann.
Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.
Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir