Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesgönguferðir gengu Eldfjallahring
Föstudagur 24. júní 2011 kl. 13:59

Reykjanesgönguferðir gengu Eldfjallahring

Miðvikudaginn 22. júní var gengið frá Þorbjarnarfelli uppundir Gálgakletta og þaðan á hæsta gíginn í Sundhnúkagígaröðinni se er 9 km löng gígaröð, undir Gálgaklettum fékk hópurinn tækifæri til að skrá nöfn sín í gestabók sem UMFÍ hefur komið fyrir uppi á Hagafelli. Frá Sundhnúkagíg var haldið upp á Svartsengisfjallið þar sem gert var nestisstopp og fræddi leiðsögumaður hópinn um jarðfræði Reykjanesskaga og sagði m.a frá Atlantshafshryggnum sem gengur inn í landið og nefnist svo Kolbeinsstaðarhryggur þar sem hann gengur norður úr landinu. Gengið var til baka að Þorbjarnarfelli. Veðrið lék við göngufólk og útsýni var einsog best var á kosið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannveig L. Garðarsdóttir leiðsögumaður