Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesgönguferðir bjóða í gönguferð frá Straumi að Hvassahrauni
Miðvikudagur 11. júní 2014 kl. 10:16

Reykjanesgönguferðir bjóða í gönguferð frá Straumi að Hvassahrauni

Reykjanesgönguferðir bjóða í gönguferð frá Straumi að Hvassahrauni miðvikudaginn 11.júní kl 19:00. Gengið verður með ströndinni frá Straumi í STraumsvík að Hvassahrauni, skoðaðar verða gamlar tóftir og sagt frá búsetu í þessu hverfi sem var nefnt „Hraunin“ til forna. Á 19. Öld voru þarna lögbýli, hjáleigur og þurrabúðir sem röðuðu sér með ströndinni frá Straumsvík að Hvassahrauni

Göngutími 2 – 3 klst
Gengið frá A til B
Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir sími 893 8900
Kostnaður: kr 1000
Mæting: Vesturbraut 12 Reykjanesbæ
Kl: 19:00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Göngufólk af höfuðborgarsvæðinu getur hitt rútuna við slaufana þar sem beygt er að Hvassahrauni og ekið með okkur að Straumi þar sem við byrjum að ganga en nauðsynlegt er að hafa samband við Rannveigu í síma 8938900 til að taka frá sæti í rútunni.