Reykjanesfólkvangur, dagskrá í júlí
Laugardagurinn 14. júlí – Ketilstígur kl 10:00
Genginn verður hinn svokallaði Ketilstígur sem er gamla þjóðleiðin frá Krísuvík til Hafnarfjarðar. Stígurinn liggur þvert yfir Sveifluhálsinn og kemur niður hjá Seltúni í Krísuvík. Gangan er fremur auðveld og ekki mikil hækkun. ca. 4 tímar.
Mæting hjá fólkvangsvörðunni við Vatnsskarðsnámurnar kl 10:00.
Sunnudagurinn 15. júlí – Brennisteinsfjöll kl 10:00
Skemmtileg ganga upp Lönguhlíðina og upp á Brennisteinsfjöllin. Stórbrotið útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Mikilvægt að mæta með nesti og nýja skó. Ekki fyrir óvana. Áætlaður göngutími er ca. 6 tímar.
Mæting við sæluhúsið í Tvíbollahrauni kl 10:00.
Laugardagurinn 21. júlí – Helgafell kl 10:00
Mæting við Kaldársel kl 10:00.
Sunnudagurinn 22. júlí – Sveifluháls kl 10:00
Lagt verður upp frá Vatnsskarðinu og gengið eftir hálsinum endilöngum. Frekar mikil hækkun og liggur leiðin eftir hæðóttum Sveifluhálsinum.
Mæting hjá fólkvangsvörðunni við Vatnsskarðsnámurnar kl 10:00.
Laugardagurinn 28. júlí – Fagridalur kl 10:00
Lagt verður af stað frá afleggjaranum inn Breiðdalinn og gengið verður inn Fagradalinn og e.t.v. upp Vatnshlíðarhornið. Fer eftir veðri og vindum.
Mæting við bílastæðið við afleggjarann inn Breiðdalinn, rétt austan við Vatnsskarðið kl 10:00.
Sunnudagurinn 29. júlí – Brennisteinsfjöll eða Sveifluháls kl 10:00
Enn sem komið er ekki ákveðið hvor leiðin verður farin. Fer eftir því hvernig göngurnar takast til 15. og 22. júlí. Verður auglýst nánar síðar.
Þriðjudagurinn 31. júlí – Ketilstígur kl: 19.00
31. júlí er Alþjóðadagur landvarða. Að því tilefni verður boðið upp á kvöldgöngu í Reykjanesfólkvangi, eftir Ketilstígnum. Ketilstígurinn er hin gamla þjóðleið frá Krísuvík til Hafnarfjarðar og liggur hann þvert yfir Sveifluhálsinn og kemur niður hjá Seltúni.
Mæting hjá fólkvangsvörðunni við Vatnsskarðsnámurnar kl 19:00.
Ef einhverjar spurningar vakna er er hægt að hafa samband við landvörðinn í Reykjanesfólkvangi með tölvupósti [email protected] eða símleiðis í 851 1947 eða 699 3706.
Allir velkomnir.
Genginn verður hinn svokallaði Ketilstígur sem er gamla þjóðleiðin frá Krísuvík til Hafnarfjarðar. Stígurinn liggur þvert yfir Sveifluhálsinn og kemur niður hjá Seltúni í Krísuvík. Gangan er fremur auðveld og ekki mikil hækkun. ca. 4 tímar.
Mæting hjá fólkvangsvörðunni við Vatnsskarðsnámurnar kl 10:00.
Sunnudagurinn 15. júlí – Brennisteinsfjöll kl 10:00
Skemmtileg ganga upp Lönguhlíðina og upp á Brennisteinsfjöllin. Stórbrotið útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Mikilvægt að mæta með nesti og nýja skó. Ekki fyrir óvana. Áætlaður göngutími er ca. 6 tímar.
Mæting við sæluhúsið í Tvíbollahrauni kl 10:00.
Laugardagurinn 21. júlí – Helgafell kl 10:00
Mæting við Kaldársel kl 10:00.
Sunnudagurinn 22. júlí – Sveifluháls kl 10:00
Lagt verður upp frá Vatnsskarðinu og gengið eftir hálsinum endilöngum. Frekar mikil hækkun og liggur leiðin eftir hæðóttum Sveifluhálsinum.
Mæting hjá fólkvangsvörðunni við Vatnsskarðsnámurnar kl 10:00.
Laugardagurinn 28. júlí – Fagridalur kl 10:00
Lagt verður af stað frá afleggjaranum inn Breiðdalinn og gengið verður inn Fagradalinn og e.t.v. upp Vatnshlíðarhornið. Fer eftir veðri og vindum.
Mæting við bílastæðið við afleggjarann inn Breiðdalinn, rétt austan við Vatnsskarðið kl 10:00.
Sunnudagurinn 29. júlí – Brennisteinsfjöll eða Sveifluháls kl 10:00
Enn sem komið er ekki ákveðið hvor leiðin verður farin. Fer eftir því hvernig göngurnar takast til 15. og 22. júlí. Verður auglýst nánar síðar.
Þriðjudagurinn 31. júlí – Ketilstígur kl: 19.00
31. júlí er Alþjóðadagur landvarða. Að því tilefni verður boðið upp á kvöldgöngu í Reykjanesfólkvangi, eftir Ketilstígnum. Ketilstígurinn er hin gamla þjóðleið frá Krísuvík til Hafnarfjarðar og liggur hann þvert yfir Sveifluhálsinn og kemur niður hjá Seltúni.
Mæting hjá fólkvangsvörðunni við Vatnsskarðsnámurnar kl 19:00.
Ef einhverjar spurningar vakna er er hægt að hafa samband við landvörðinn í Reykjanesfólkvangi með tölvupósti [email protected] eða símleiðis í 851 1947 eða 699 3706.
Allir velkomnir.
Af vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is