Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesbær: Útsvarshópurinn til í slaginn
Föstudagur 16. nóvember 2007 kl. 09:34

Reykjanesbær: Útsvarshópurinn til í slaginn

Fulltrúar Reykjanesbæjar í sjónvarpsþættinum Útsvari á RÚV munu spreyta sig gegn Ísafirði í beinni útsendingu í kvöld. Í liði Reykjanesbæjar eru þau Guðmann Kristþórsson, bókavörður í FS, Júlíus Freyr Guðmundsson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri og síðast en ekki síst Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarmaður og blaðamaður.

Áhugasömum er bent á að hægt er að fylgjast með og styðja sitt lið úr sal, og hægt er að skrá sig á síðunni, www.ruv.is/utsvar.  Mæting fyrir áhorfendur er kl. 19.45 í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1.

Þess má að sjálfsögðu geta að Grindvíkingar komust áfram í næstu umferð með sigri á Borgarbyggð fyrir nokkru.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024