Reykjanesbær tapaði gegn Seltjarnarnesi í Útsvari
-Liðið komið áfram í næstu umferð
Seltjarnarnes sigraði Reykjanesbæ með 21 stiga mun, 83-62, í Útsvari Ríkissjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld. Lið Reykjanesbæjar er samt sem áður komið áfram í næstu umferð, því liðið er þriðja stigahæsta tapliðið eftir fyrstu umferð.
Lið Reykjanesbæjar er skipað Grétari Sigurðssyni, Helgu Sigrúnu Harðardóttur og Kristjáni Jóhannssyni.