Mánudagur 11. janúar 2016 kl. 10:48
Reykjanesbær tapaði fyrir Árborg í Útsvari
- Lið Reykjanesbæjar byrjaði vel en missti forystuna
Árborg sigraði Reykjanesbæ í spurningaþættinum Útsvari á RÚV síðasta föstudag með 86 stigum gegn 50. Viðureignin var jöfn og spennandi og hafði Reykjanesbær yfirhöndina framan af. Þegar stóru spurningarnar voru eftir var staðan jöfn. Eftir það náði Árborg forystunni og stóð uppi sem sigurvegari.