Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesbær sigraði baráttu bæjarfélagana
Það var fjör á uppboðinu.
Mánudagur 3. september 2012 kl. 09:11

Reykjanesbær sigraði baráttu bæjarfélagana

Það var aldeilis hamagangur í öskjunni á Flughóteli á laugardaginn þegar bæjarfélög Suðurnesja öttu kappi í skemmtilegri hugvits og hönnunarkeppni. Liðin þurftu að leysa tvær þrautir þar sem unnið var með matvörur og reyndi sérstaklega á útsjónarsemi og samvinnu keppenda. Í fyrri þrautinni þurfti að byggja bíl út grænmeti og ávöxtum og átti farartækið að komast sem lengsta vegalenda á sérstakri braut. Bíll Reykjanesbæjar fór lengst en útlitið á bílunum var ansi skrautlegt og augljóslega margir efnilegir hönnuðir meðal keppenda. Fjórir kjörnir fulltrúar voru mættir til leiks frá hverju sveitarfélagi nema frá Sandgerði sem boðaði forföll.

Í næstu keppnisgrein þurftu keppendur að koma eggi heilu og höldnu niður af svölum 1. hæðar hótelsins og fékk hvert lið tvö egg til verksins. Hjálpartæki voru m.a.: grillpinnar, teygjur, bómull, rafmagnsvír og ýmislegt fleira. Liðin þurfu að útbúa umgjörð utan um eggið til að koma því heilu og höldnu niður. Haldið var uppboð á hlutunum en hvert lið um sig fékk 75 eldspýtur sem gjaldmiðil. Fast var skotið milli liða og myndaðist mikil stemning í uppboðinu, enda átti það eftir að skipta sköpum í framhaldinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Egg Reykjansbæjar fór í heilu lagi niður og því var ljóst að sigurinn var þeirra.

Kynnir var Kristján Jóhannsson sem tók sér frí frá glimmer og gaddavír og fór alveg hreint á kostum. Aðstandendur keppninnar vonast til að framvegis verði slík keppni haldi um hverja Ljósanæturhelgi enda tókst vel til.

Myndasafn frá keppninni má sjá hér.

Pétur Pétursson dómari í keppninni heldur hér á eggi Reykjanesbæjar sem fór óbrotið niður.

Tveir góðir, Kristján Jóhannsson og Gísli Einarsson frá Rás 2 sem útvarpaði frá keppninni.

Bíll Reykjansebæjar stendur á brettinu en sérstaka athygli vakti bíll Grindvíkinga sem er annar frá vinstri.