Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesbær mætir Akranesi í Útsvari
Útsvarslið Reykjanesbæjar, ásamt bæjarstjóra. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fimmtudagur 14. mars 2013 kl. 10:19

Reykjanesbær mætir Akranesi í Útsvari

Á föstudagskvöld munu Útsvarskempur Reykjanesbæjar, þau Baldur Guðmundsson, Hulda Geirsdóttir og Erik Olaf Eriksson, etja kappi við hið harðsnúna lið Skagamanna í sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins. Ljóst er að baráttan verður geysihörð en ekki síður skemmtileg þar sem bæði lið eru þekkt fyrir líflega framkomu.

Bein útsendingin hefst kl. 20.00 í Ríkissjónvarpinu. Stuðningsmenn eru velkomnir í sjónvarpssal til að hvetja liðið áfram. Þá þarf að mæta að Efstaleiti 1, í höfuðstöðvar RUV, ekki síðar en 30 mínútum fyrir útsendingu. Þess skal þó getið að sætaframboð er takmarkað.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024