Reykjanesbær lá gegn Reykjavík
Reykjanesbær tapaði fyri Reykjavík í 8 liða úrslitum í spurningaþættinum Útsvari á RÚV sl. föstudagskvöld og er því dottið út úr keppninni. Suðurnesjamenn náðu sér ekki á strik í þessari viðureign og máttu þola tap gegn liði sem þeir rúlluðu yfir í haust.
Baldur Guðmundsson sem verið hefur í liðinu mörg undanfarin ár gaf það út eftir þáttinn að þetta væri orðið fínt og þetta væri hans síðasti þáttur í Útsvari. Þáttarstjórnendurnir Þóra og Sigmar tóku hins vegar ekki mikið undir það. Með Baldri voru þau Guðrún Ösp Guðmundsdóttir og Grétar Sigurðsson.