Reykjanesbær keppir í Útsvari í kvöld
Reykjanesbær mætir liði Rangárþings ytra í undanúrslitum Útsvars í kvöld. Keppnin fer fram kl. 20:00 á RÚV en lið Reykjanesbæjar skipa þau Grétar Þór Sigurðsson, Helga Sigrún Harðardóttir og Kristján Jóhannson.
Lið Reykjanesbæjar tapaði síðustu keppni gegn liði Seltjarnarness, en var þriðja stigahæsta tapliðið eftir fyrstu umferð og komst þar af leiðandi í undanúrslit.