Reykjanesbær keppir í Útsvari
Fyrsta viðureign Reykjanesbæjar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga, fer fram í kvöld, þann 1. desember. Lið Reykjanesbæjar skipa þau Grétar Þór Sigurðsson, nemi í listfræði en hann er þaulvanur keppandi í Útsvari, Helga Sigrún Harðardóttir, lögfræðingur og Kristján Jóhannsson, leigubílstjóri og leiðsögumaður. Kristján og Helga Sigrún eru nýir leikmenn í liði Reykjanesbæjar í ár.
Útsvar hefst kl. 20 á RÚV og eru þeir sem hafa áhuga á að vera gestir í sjónvarpssal velkomnir á meðan húsrúm leyfir en þurfa þó að vera mættir í síðasta lagi kl. 19:30.