Reykjanesbær iðaði af lífi
Sjaldan fleiri í miðbæ Reykjanesbæjar á fimmtudegi Ljósanætur
Það var margt um manninn í miðbæ Reykjanesbæjar í gær en þá opnuðu ýmsir menningarviðburðir á Ljósanótt. Eins voru verslanir opnar lengur og buðu upp á hressandi veitingar í bland við góð tilboð. Veðurguðirnir voru íbúum Reykjanesbæjar hliðhollir og skörtuðu sínu fegursta, fyrir vikið hafa líklega sjaldan fleiri lagt leið sína í bæinn á fimmtudagskvöldi Ljósanætur. Útsendarar Víkurfrétta voru á vappinu og mynduðu mannlífið eins og sjá má hér að neðan. Einnig minnum við á Ljósamyndavef okkar og Ljósanætur-leikinn okkar þar sem notast skal við hashtaggið #ljosanott2014.
Júlíus Guðmundsson hélt tónleika í stofunni á æskuheimili sínu við Skólaveg. Þar var þétt setinn bekkurinn.
Ragnheiður Elín ráðherra kíkti á myndlistarsýningu í Kjarnanum.
Boðið var upp á nudd fyrir gangandi vegfarendur.
Guðbjörg Ylfa var ein af þeim sem sýndi verk sín á ljósmyndasýningu Ljósops.
Það er langt síðan Hafnargatan hefur verið eins lífleg og í gær.
Fatahönnuðir eru á hverju strái í Reykjanesbæ.
Nýr lögreglustjóri, Ólafur Helgi Kjartansson, ásamt fríðu föryneyti.
Lína Rut var enn við vinnu seint um kvöldið þegar ljósmyndari leit við.
Guðmundur Garðarsson er með sýningu í Gömlu búð.
Ljósmyndir: Eyþór Sæmundsson