Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesbær í spurningakeppni Sjónvarpsins: Lýst eftir þátttakendum
Þriðjudagur 10. júlí 2007 kl. 09:41

Reykjanesbær í spurningakeppni Sjónvarpsins: Lýst eftir þátttakendum

Sjónvarpið er að fara af stað með nýjan spurningaþátt næsta haust þar sem stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli. Þættirnir verða í beinni útsendingu á föstudagskvöldum og verður fyrsti þátturinn á dagskrá 14. september. Nú þarf að finna aðila í þriggja manna lið til að keppa fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Hugmyndin er að í liðinu sé einn „þjóðþekktur" einstaklingur. Þetta gæti verið leikari, söngvari, stjórnmálamaður eða hver sem er, aðalatriðið er að þetta sé skemmtilegur einstaklingur sem sveitarfélagið er stolt af. Hann þarf ekki að vera búsettur í sveitarfélaginu núna, þetta gæti verið einhver brottfluttur. Hinir tveir einstaklingarnir geta svo verið hverjir sem er, en þó er sóst eftir ákveðinni breidd í liðið, fólki af báðum kynjum og á ólíkum aldri og auðvitað verður keppt til sigurs.

Nú er leitað eftir tilllögum frá bæjarbúum um hverjir gætu skipað liðið og þeir beðnir að senda tillögur á netfangið: [email protected] eða í síma 421-6700 fyrir 10. ágúst.

Loftmynd/Oddgeir - séð yfir Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024