Reykjanesbær gjörsigraði Garðbæinga í Útsvari
Lið Reykjanesbæjar hafði glæstan sigur á liði Garðbæinga, með 105 stigum gegn 39, í spurninga- og skemmtiþættinum Útsvari í kvöld. Lið Reykjanesbæjar hefur verið þekkt fyrir vasklega og ekki síður skemmtilega og líflega framgöngu. Garðbæingar hafa sömuleiðis hefur verið framarlega í flokki Útsvarsliða og bjuggust því flestir við hörkukeppni.
Lið Reykjanesbæjar var sem fyrr skipað þeim Baldri Guðmundssyni og Huldu G. Geirsdóttur auk fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Grétari Þór Sigurðssyni. Grétar Þór, sem er núverandi Gettu betur meistari ásamt félögum sínum úr MR, kom sterkur inn í liðsheildina og átti t.a.m. ekki í vandræðum með 15 stiga lokaspurninguna.
Í lokin vakti Baldur kátínu meðal margra þegar hann sagði: „Ég ætla nú ekki að vera með neinn gálgahúmor en við hraunuðum yfir Garðabæ!“
Þáttinn er hægt að sjá í heild sinni hér.
Mynd: skjáskot af ruv.is