Reykjanesbær etur kappi við Hafnarfjörð í Útsvari
Reykjanesbær tekur þátt í spurningakeppni sveitarfélaganna Útsvari sem nú er haldin í annað sinn.
Lið Reykjanesbæjar etur kappi við Hafnarfjörð föstudagskvöldið 26. september n.k. í beinni útsendingu. Alls taka 24 sveitarfélög þátt en síðast var það Kópavogsbær sem bar sigur úr býtum eftir harða og skemmtilega keppni.
Lið Reykjanesbæjar að þessu sinni skipa:
Jón Páll Eyjólfsson leikari og leikstjóri, Baldur Guðmundsson tónlistarmaður og markaðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík og Theodór Kjartansson lögfræðinemi.
Íbúar eru hvattir til að mæta í sjónvarpssal til að fylgjast með útsendingu og hvetja lið Reykjanesbæjar áfram. Skráning fer fram á [email protected].
Áhorfendur þurfa að vera mættir í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, kl. 19:45. Útsending hefst strax eftir Kastljós.
Mynd: Samsett mynd af þátttakendum Reykjanesbæjar. Teitur Jónasson tók myndina af Jóni Páli.