Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanesbær etur kappi við Hafnarfjörð í Útsvari
Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 12:27

Reykjanesbær etur kappi við Hafnarfjörð í Útsvari


Reykjanesbær tekur þátt í spurningakeppni sveitarfélaganna Útsvari sem nú er haldin í annað sinn.

Lið Reykjanesbæjar etur kappi við Hafnarfjörð föstudagskvöldið 26. september n.k. í beinni útsendingu. Alls taka 24 sveitarfélög þátt en síðast var það Kópavogsbær sem bar sigur úr býtum eftir harða og skemmtilega keppni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lið Reykjanesbæjar að þessu sinni skipa:
Jón Páll Eyjólfsson leikari og leikstjóri, Baldur Guðmundsson tónlistarmaður og markaðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík og Theodór Kjartansson lögfræðinemi.


Íbúar eru hvattir til að mæta í sjónvarpssal til að fylgjast með útsendingu og hvetja lið Reykjanesbæjar áfram. Skráning fer fram á [email protected].

Áhorfendur þurfa að vera mættir í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, kl. 19:45. Útsending hefst strax eftir Kastljós.


Mynd: Samsett mynd af þátttakendum Reykjanesbæjar. Teitur Jónasson tók myndina af Jóni Páli.