Reykjanesbær, bær nærri borg!
Til að bæjarfélög geti verið til, þarf fólk. Fólk sem býr á svæðinu, notar þar þjónustu og hefur þar atvinnu. En hvernig á að sýna fólki að eitt svæði sé vænlegri kostur umfram annan?Næg atvinna áSuðurnesjumÁ Suðurnesjum er starfandi Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar, MOA. Hún hefur það hlutverk að beita sér fyrir atvinnuþróun, veita upplýsingar, aðstoð og ráðgjöf þeim sem búa á svæðinu, en einnig öðrum sem vilja kynna sér kosti Suðurnesja en helstu kostirþeirra eru fjölbreytt atvinnustarfssemi, hátt þjónustustig og eftirsóknarverður staður til búsetu fyrir einstaklinga og fjölskyldur. „Staðan á Suðurnesjum í dag er sú að atvinnuleysi er vart mælanlegt, 0,8% sem er svo lítið að þar er fyrst og fremst um að ræða fólk sem er að skipta um vinnu, svo flestir eru ekki lengi inni á atvinnuleysisskrá“, segir Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri MOA. „Fyrirtæki hafa verið að stækka og ný komið á svæðið og það má segja að nú vanti okkur fólk til að fylla þær stöður sem nú þegar eru fyrir hendi og meginverkefni okkar felast í því að fjölga íbúum.“Ódýr orka og nálægðvið flugvöllinnÓlafur segir sérstöðu Suðurnesja felast í nægri ódýrri orku og nálægð við flugvöllinn. Hvert sveitarfélag á Suðurnesjum þarf þannig að draga fram sérstöðu sína og þau hafa verið að gera það. „Vogar á Vatnsleysuströnd stóðu fyrir öflugu markaðsátaki þar sem gnægð góðra byggingalóða hafa verið boðnar og Grindvíkingar hafa dregið sína sérstöðu fram einnig. Þá hafa Sandgerðingar auglýst að undanförnu og dregið fram sérstöðu hafnarinnar. Við lítum hins vegar á svæðið sem eitt atvinnusvæði og þannig á ekki að skipta máli hvort fólk vinnur í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Meginmarkmið okkar er að byggja upp samfélag og þjónustu á þeim hraða sem við ráðum við.“Hátt þjónustustigUppbyggingin hefur verið hröð á Suðurnesjum undanfarin misseri og Ólafur segir hana jafnvel hafa farið fram úr björtustu vonum. „Við erum kannski að lenda í því sama og Norðmenn, sem hafa mikla atvinnu en vantar fólk til að sinna henni. Þeir sem eru að flytja af landsbyggðinni ættu að skoða nánar þá kosti sem bjóðast umfram höfuðborgarsvæðið. Hér er nánast allt sem stórborgin býður upp á, en ekki sami umferðarþungi. Það tekur álíka langan tíma að aka frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar og það tekur að aka úr vesturbænum í Reykjavík til Hafnarfjarðar. Við getum boðið gott samgöngukerfi, góða skóla og stöðugt minnkandi biðlista á leikskóla, en þetta eru allt atriði sem skiptir nýja íbúa miklu máli, svo og þá sem nú þegar búa á Suðurnesjum. Mikil fjölgun íbúa getur verið mjög dýr fyrir sveitarfélag þar sem ráðast þarf í kostnaðarsamar framkvæmdir, eins og byggingu skóla, leikskóla o.s.frv. Til þess að geta haldið uppi háu þjónustustigi þarf að vera jafnvægi á milli fjölgunar íbúa og verklegra framkvæmda á þeim hraða sem sveitarfélagið treystir sér til.“