Reykjanes jarðvangur býður til gönguferðar
Reykjanes jarðvangur býður til gönguferðar á sunnudaginn kl. 11:00 fyrir alla fjöldskylduna. Mæting við bílastæðið á Gíghæð, nánar tiltekið við hellinn Dolluna við Grindavíkurveg.
Gengið verður yfir Grindavíkurveg að fallegum hleðslum sem þjónuðu vegavinnumönnum við gerð Grindavíkurvegarins á árunum 1913 - 1918. Sagt verður frá upphafi og gerð vegarins sem var unninn af hestum og mönnum, aðallega með handaflið að vopni.
Gengið verður um Arnarseturshraun sem rann um árið 1226 og er því nýjasta hraunið sem runnið hefur á landi á Reykjanesskaga, hraunið er slétt og mosavaxið og því auðvelt yfirferðar. Gönguferðin tekur u.þ.b. 1 - 2 klst og stjórnast af veðri.
Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir.