Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Reykjanes gönguferðir 2011
Þriðjudagur 7. júní 2011 kl. 08:57

Reykjanes gönguferðir 2011

Þetta er fjórða árið í röð sem boðið er upp á metnaðarfulla göngudagskrá um Reykjanesið undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur leiðsögumanns í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.  HS Orka hf hefur verið styrktaraðili frá upphafi en nýir styrktaraðilar eru HS Veitur hf og Bláa Lónið. Verkefnið er unnið í samvinnu við Víkurfréttir, SBK, Björgunarsveitina Suðurnes og 66°N.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í boði verða alls tíu göngur á tímabilinu júní - ágúst.  Um er að ræða léttar göngur í bland við erfiðari og lengri fjallgöngur, eina krefjandi hjólaferð og tvær “strætógönguferðir”. Í hverri göngu er tekinn nestis pása þar sem sagt er frá ýmsum fróðleik um nánasta umhverfi.

Göngudagskrá (bæklingur) hefur verið gefinn út og hægt er að nálgast hann á nokkrum stöðum. Einnig er hægt að sjá hann inn á eftirfarandi vefsíðum:

www.hsorka.is – www.hsveitur.is – www.bluelagoon.is – www.leidsogumenn.is – www.facebook.com/ reykjanes gönguferðir

Fyrsta gangan er miðvikudaginn 8. júní en þá verður farið í Auðlindagarðinn. Byrjað verður á kynningu á verkefninu í Lava Bláa Lóninu. Síðan verður gengið frá Bláa Lóninu að Þorbirni og þaðan eftir stikuðum Reykjaveginum yfir Blettahraun og að Eldvörpum.