Reykjanes áberandi í Íslandsmyndbandi Inspired by Iceland
Náttúra og ferðamannastaðir á Reykjanesi eru áberandi í nýju Íslandsmyndbandi sem verður í aðalatriði í Íslandskynningu Inspired by Iceland í dag.
Bláa lónið, Seltún, malarvegur við Kleifarvatn og hraunið og náttúran í nágrenni Bláa lónsins eru meðal þess sem nýtur sín í nýja myndbandinu.
Vefsíða Inspired by Iceland skartar einnig beinni útsendingu frá Bláa lóninu sem má sjá með því að smella hér.
Hjólagarpur sleppir stýrinu við Kleifarvatn...
... og ferðamenn dansa frá sér allt vit við Seltún. Myndirnar eru fengnar úr meðfylgjandi myndbandi.
Inspired by Iceland Video from Inspired By Iceland on Vimeo.