Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 8. nóvember 2002 kl. 09:57

Revían frumsýnd í kvöld

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir nú um helgina nýja revíu er ber heitið "Í bænum okkar er best að vera". Verkið fjallar á gamansaman hátt um mannlífið í Reykjanesbæ og nágrenni þar sem hin ýmsu málefni eru tekin fyrir í leik og söng. Höfundur verksins er Ómar Jóhannsson og er þetta fjórða revían sem hann skrifar fyrir Leikfélagið.Leikstjóri er engin önnur en gamanleikkonan landsþekkta Helga Braga Jónsdóttir. Tónlistarstjóri er Baldur Þórir Guðmundsson.

Alls taka um 40 manns þátt í þessari uppsetningu og hafa æfingar staðið yfir undanfarnar sex vikur. Sýnt verður í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17. Þetta er sannarlega sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024