Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Revía á fimmtudagskvöld
Þriðjudagur 25. mars 2008 kl. 22:08

Revía á fimmtudagskvöld

Revían BÆRINN BREIÐIR ÚR SÉR sem sýnd hefur verið fyrir fullu Frumleikhúsi undanfarið verður sýnd á fimmtudagskvöldið 27. mars og á sunnudagskvöldið 30. mars. Sýningarnar sem vera áttu á föstudag og laugardag falla niður vegna jarðarfarar.

Stefnt er á áframhaldandi sýningar 3.4. 5 og 6.apríl og er fólki bent á að panta miða í síma 4212540.

Revían hefur fengið frábærar viðtökur og leikdómar verið afar góðir. Fólk hefur haft á orði að enginn megi láta þessa revíu fram hjá sér fara.

Leikfélag Keflavíkur þakkar þeim fjölmörgu sem lagt hafa leið sína í leikhúsið og hvetur alla þá sem enn eiga eftir að sjá þessa skemmtilegu sýninga að panta miða. Allar nánari upplýsingar um sýningarnar og pantanir er að finna í auglýsingu í Víkurfréttum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024