Réttarstemmning í Grindavík
Árleg réttarstemmning verður í Grindavík á laugardaginn við Þórkötlustaðarétt þegar dregið verður dilka kl. 14. Smalað verður á afrétti Grindvíkinga á morgun, föstudag.
Það er ávallt líf og fjör á réttardaginn, jafnt fyrir börn og fullorðna. Ratleikurinn „Finna féð“ verður á dagskrá í nágrenni við réttina. Leikurinn gengur út á að svara léttum spurningum um sauðkindina og geitina. Dregið verður úr réttum svörum og þrír ullarvinningar eru í verðlaun.
Í Auðsholti verður boðið upp á kjötsúpu í stóru tjaldi og haustmarkaður verður í anddyri reiðhallarinnar. Órúfanlegur hluti þessa árlega viðburðar er svo réttaball um kvöldið en verður haldið í Salthúsinu.
VF-mynd/elg: Frá Þórkötlustaðarrétt síðasta haust.