Réttarstemmning á laugardaginn
Líf og fjör verður í Grindavík á réttardaginn 15. september nk. Smalað verður í afrétti Grindvíkinga, föstudaginn 14. september og dregið í dilka um kl. 14 á laugardegi í Þórkötlustaðarétt í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.
„Finna féð“, ratleikur fyrir alla fjölskylduna í nágrenni við Þórkötlustaðaréttirnar. Leikurinn gengur út á að leita að vísbendingum og svara léttum spurningum sem tengjast sauðkindinni. Svörin sett í pott og dregið úr réttum svörum. Ullarvinningar að sjálfsögðu í verðlaun. Veitingar í Auðsholti og harmonikkuuspil á staðnum.
Seljaferð - þjóðháttakyning.
Grindavíkurbær og Saltfisksetrið bjóða upp á þjóðháttakynningu II – seljabúskap, laugardaginn 15. september, í samvinnu við SJF menningarmiðlun og FERLIR.
Mjög lítið hefur verið skrifað um sel og seljabúskap hér á landi og enn minna á Reykjanesskaganum, þrátt fyrir að enn megi sjá fjölda margar sýnilegar selstöður. Á sama hátt og handritin eru áþreifanlegur vottur handbragðsins fyrrum tengja minjar seljanna okkur beint við þá gömlu búskaparhætti, sem þar tíðkuðust um aldir. Fé var yfirleitt haft í seli frá 6. – 16. viku sumars. Í seljum voru m.a. selsmalinn og selsmatseljan og þar voru gerðir ostar, skyr, smjör og sýra úr mjólkinni. „Fólkið hélt lífinu í fénu og féð hélt lífinu í fólkinu“.
Áætlað er að leggja á stað kl. 11 með rútu frá Saltfisksetrinu í Grindavík og aka að Méltunnuklifi við Ísólfsskálaveg. Gengið verður eftir slóða inn í Hraunsel sem er undir Núpshlíðarhálsi. Leiðin er greiðfær og tekur um 60 mínútur hvora leið. Hraunsel er sel frá Hrauni í Grindavík og er með yngstu seljum á Reykjanesskaganum. Í selinu má sjá heillegar tóftir selsmannvirkja. Þar verður áð og nesti borðað. Leiðsögumenn verða með í för og fræða um seljabúskapinn og það sem fyrir augu ber á leiðinni. Áætlað er að koma til baka að Saltfisksetrinu um kl.14-15. Allir eru á eigin ábyrgð.
Rútugjald er 1000 kr. Sama dag er mikið um að vera við Þórkötlustaðarétt og gefst þátttakendum tækifæri á að verða eftir þar.
„Finna féð“, ratleikur fyrir alla fjölskylduna í nágrenni við Þórkötlustaðaréttirnar. Leikurinn gengur út á að leita að vísbendingum og svara léttum spurningum sem tengjast sauðkindinni. Svörin sett í pott og dregið úr réttum svörum. Ullarvinningar að sjálfsögðu í verðlaun. Veitingar í Auðsholti og harmonikkuuspil á staðnum.
Seljaferð - þjóðháttakyning.
Grindavíkurbær og Saltfisksetrið bjóða upp á þjóðháttakynningu II – seljabúskap, laugardaginn 15. september, í samvinnu við SJF menningarmiðlun og FERLIR.
Mjög lítið hefur verið skrifað um sel og seljabúskap hér á landi og enn minna á Reykjanesskaganum, þrátt fyrir að enn megi sjá fjölda margar sýnilegar selstöður. Á sama hátt og handritin eru áþreifanlegur vottur handbragðsins fyrrum tengja minjar seljanna okkur beint við þá gömlu búskaparhætti, sem þar tíðkuðust um aldir. Fé var yfirleitt haft í seli frá 6. – 16. viku sumars. Í seljum voru m.a. selsmalinn og selsmatseljan og þar voru gerðir ostar, skyr, smjör og sýra úr mjólkinni. „Fólkið hélt lífinu í fénu og féð hélt lífinu í fólkinu“.
Áætlað er að leggja á stað kl. 11 með rútu frá Saltfisksetrinu í Grindavík og aka að Méltunnuklifi við Ísólfsskálaveg. Gengið verður eftir slóða inn í Hraunsel sem er undir Núpshlíðarhálsi. Leiðin er greiðfær og tekur um 60 mínútur hvora leið. Hraunsel er sel frá Hrauni í Grindavík og er með yngstu seljum á Reykjanesskaganum. Í selinu má sjá heillegar tóftir selsmannvirkja. Þar verður áð og nesti borðað. Leiðsögumenn verða með í för og fræða um seljabúskapinn og það sem fyrir augu ber á leiðinni. Áætlað er að koma til baka að Saltfisksetrinu um kl.14-15. Allir eru á eigin ábyrgð.
Rútugjald er 1000 kr. Sama dag er mikið um að vera við Þórkötlustaðarétt og gefst þátttakendum tækifæri á að verða eftir þar.