Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Réttað í Þórkötlustaðarétt á laugardaginn
Þriðjudagur 13. september 2016 kl. 08:59

Réttað í Þórkötlustaðarétt á laugardaginn

Réttað verður í Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 17. september kl. 14:00. Réttirnir eru oftast vel sóttar af gestum og stundum má vart á milli sjá hvor hópurinn er fjölmennari, menn eða sauðfé.

„Við biðjum gesti um að sýna tillitssemi við bændur og sauðfé og hvetjum sem flesta til að nýta sér göngustíga meðfram Austurvegi og skilja bílana eftir heima,“ segir á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024