Reiðnámskeið barna vinsæl í Grindavík
Fyrirtækið Víkhestar í Grindavík hefur staðið fyrir reiðnámskeiðum fyrir börn í sumar og segir Róbert Scala reiðkennari að nóg hafi verið að gera. „Það er búið að vera það mikið að gera í sumar að við höfum ekki annað eftirspurn. Þetta námskeið sem ég er með núna er það síðasta í sumar og reyndar er þetta síðasti tíminn,“ sagði Róbert í samtali við Víkurfréttir. Krakkarnir á reiðnámskeiðinu voru ánægð og sögðu að það væri fátt skemmtilegra en að vera á hestbaki.VF-ljósmynd: Hópurinn á hestbaki f.v.: Alice María Hólm, Guðný Rós Sigurbjörnsdóttir, Daníel Viðar Hólm, Róbert Scala reiðkennari og Sandra Lind Þormarsdóttir.