Regnblautur sjómannadagur
Sjómannadagsins 2006 verður minnst fyrir það að þá opnuðust allar gáttir himins, eins og á 17. júní, og allt varð á floti. Fólk hélt sig innandyra og reyndi að njóta þeirrar dagskrár sem þar var að finna, en úti urðu börnin rassblaut og vot í leiktækjum.
Þrátt fyrir vætu var fólk að skemmta sér. Ljósmyndarar Víkurfrétta voru á ferðinni með myndavélar og árangurinn verður gerður lýðnum ljós á morgun, mánudag, þegar ljósmyndasöfn frá deginum verða birt hér á vef Víkurfrétta.
Meðfylgjandi mynd, til hægri, var tekin í Grindavík og er lýsandi fyrir þá upplifun sem ljósmyndari VF fangaði þar í dag. Neðri myndin var tekin í Sandgerði þegar Grétar Mar Jónsson flutti ávarp dagsins.