Reggísveitin Hjálmar gefur út sína fyrstu plötu
Íslenska reggae-sveitin Hjálmar sendir frá sér geisladiskinn "Hljóðlega af stað", fyrstu hreinræktuðu reggae-afurð 21. aldarinnar á Íslandi.
Þann 3. september kom hinn langþráði geisladiskur út, en það er útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar, Geimsteinn, sem gefur út.
Slást Hjálmar þar með í hóp með ekki ómerkari sveitum en Brimkló, Hljómum, Trúbroti og Ðe Lónlí Blú Bojs - og feta í fótspor rokksögulegra risa á borð við Bjartmar, Fálka frá Keflavík og auðvitað Rúnar sjálfan, en allir hafa þeir gefið út undir merkjum þessarar elstu tónlistarútgáfu landsins - alltaf á sömu kennitölunni.
Hjálma skipa þeir Þorsteinn Einarsson sem syngur og leikur á gítar,
Guðmundur Kristinn Jónsson sem leikur á gítar, Kristinn Snær Agnarsson sem ber trumbur, Petter Winnberg á bassa og Sigurður Halldór Guðmundsson sem syngur og leikur á hammond-orgel.
Lögin á disknum eru flest frumsamin, þó nokkrar erlendar reggae-perlur í líkingu við "Caution" eftir Bob Marley fái að fljóta með, í nýjum búningi og með íslenskum texta.
Hjálmar halda útgáfutónleika í Frumleikhúsinu 7. október kl. 21:00, húsið opnar kl. 20:00
Miðaverð 1000 kr.
Þann 3. september kom hinn langþráði geisladiskur út, en það er útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar, Geimsteinn, sem gefur út.
Slást Hjálmar þar með í hóp með ekki ómerkari sveitum en Brimkló, Hljómum, Trúbroti og Ðe Lónlí Blú Bojs - og feta í fótspor rokksögulegra risa á borð við Bjartmar, Fálka frá Keflavík og auðvitað Rúnar sjálfan, en allir hafa þeir gefið út undir merkjum þessarar elstu tónlistarútgáfu landsins - alltaf á sömu kennitölunni.
Hjálma skipa þeir Þorsteinn Einarsson sem syngur og leikur á gítar,
Guðmundur Kristinn Jónsson sem leikur á gítar, Kristinn Snær Agnarsson sem ber trumbur, Petter Winnberg á bassa og Sigurður Halldór Guðmundsson sem syngur og leikur á hammond-orgel.
Lögin á disknum eru flest frumsamin, þó nokkrar erlendar reggae-perlur í líkingu við "Caution" eftir Bob Marley fái að fljóta með, í nýjum búningi og með íslenskum texta.
Hjálmar halda útgáfutónleika í Frumleikhúsinu 7. október kl. 21:00, húsið opnar kl. 20:00
Miðaverð 1000 kr.