Reggí tekið upp í Geimstein
Þessa dagana er hér á landi reggítónlistarmaðurinn Englishman og hljómsveitin Shangoband. Þeir hafa verið að spila nokkuð á höfuðborgarsvæðinu og munu til að mynda leika á Fjörukránni í kvöld og morgun. Á Miðvikudag voru þeir staddir í hljóðveri Rúnars Júlíussonar, Geimsteini, í Keflavík en þar voru þeir í þeim tilgangi að taka upp plötu!Englishman sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði viljað „grúva“ aðeins með innlendum mönnum og því hefði hann ákveðið að skella sér í hljóðver með Rúnna sem hann hafði heyrt um að væri frægt hljóðver. Aðspurður um reggítónlistina á Íslandi sagðist honum hafa líkað vel við það sem hann hafði heyrt en Rúnar gaf út fyrir þó nokkru plötu með reggítónlist, það þarf fólk eins og þig.