Rebekka með heppnina með sér í Jólalukku VF
Rebekka Laufey Ólafsdóttir var með heppnina með sér þegar hún fékk Icelandair ferðavinning í Jólalukku VF þegar hún gerði jólainnkaup í Nettó í Njarðvík. Tólf Evrópufarmiðar frá Icelandair eru í pottinum í Jólalukkunni í ár auk 5200 annarra vinninga. Stærsti vinningurinn er 100 þús. kr. gjafabréf frá Nettó.
Sextán verslanir og fyrirtæki bjóða upp á Jólalukku VF í ár. Viðskiptavinir fá skafmiða þegar þeir kaupa fyrir 5000 kr. eða meira.