Rautt skal það vera
Unga fólkið í dag vill bara alvöru liti í hárið. Það vinsælasta hjá ungu dömunum er að láta sprauta hárið í áberandi litum eins og hún Jóhanna var að gera áðan þegar hún mætti á hársnyrtistofuna Hár & Rósir í Innri Njarðvík. Jóhanna fékk rauðan lit í hárið en sú sem var á undan í stólnum gekk út með Strumpa-blátt hár og var alsæl.
VF-mynd: Hilmar Bragi