Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Raungreinarnar skemmtilegastar
Margrét Guðrún og Kolbrún Júlía í eðlisfræði að mæla hraða kúlu. Með þeim á myndinni er Ásgeir Ólafur Pétursson, eðlisfræðikennari.
Laugardagur 24. september 2016 kl. 07:00

Raungreinarnar skemmtilegastar

Þær Margrét Guðrún Svavarsdóttir úr Sandgerði og Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman úr Reykjanesbæ eru nú á þriðja og síðasta ári sínu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Gamla kerfið, sem miðaðist við að nemendur lykju námi á fjórum árum, var enn við lýði þegar þær hófu nám en þær völdu sér að ljúka náminu á hraðferð. Þær eru sammála um að það sé svolítið strembið að taka námið á þremur árum. „Við erum búnar að ljúka sjö áföngum á hverri önn sem er frekar mikið. Yfirleitt tekur fólk fimm til sex áfanga,“ segir Kolbrún. „Það er alltaf fullur skóladagur og aldrei eyður á milli tíma. Eftir skóla fer maður svo strax heim að læra og fær því ekki eins mikið frelsi og þeir sem taka námið á aðeins lengri tíma,“ segir Margrét.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Raungreinarnar eru í mestu uppáhaldi hjá Margréti og Kolbrúnu og segir Margrét erfitt að velja á milli stærðfræðinnar og efnafræðinnar. „Ég elska stærðfræði og efnafræðin og eðlisfræðin tengjast henni að miklu leyti þannig að það eru þessi þrjú fög sem mér finnst mjög skemmtileg,“ segir Kolbrún. Í framtíðinni ætla þær að halda áfram námi við eitthvað tengt raungreinum en eru ekki alveg búnar að ákveða sig. „Ég er búin að vera alveg ákveðin í því í fimm ár að verða tannlæknir en núna þegar er að koma því veit ég ekkert hvað ég vil gera. Það verður mjög líklega eitthvað á sviði raunvísinda, til dæmis læknir,“ segir Kolbrún.

Viðtalið er hluti af umfjöllun um 40 ára afmæli FS í síðustu Víkurfréttum.