Ratleikur um listaverk í Reykjanesbæ
Bókasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafnið standa fyrir ratleik á Ljósnótt þar sem athygli er vakin á listaverkum og öðrum menningastöðum í bænum. Upphafsreitur ratleiksins er við Bókasafnið og þar verður hægt að nálgast allar upplýsingar. Tvær leiðir verða í boði, annarsvegar fyrir þá sem kjósa að fara fótgangandi og hinsvegar fyrir þá sem kjósa faratæki sér til aðstoðar. Styttri leiðin liggur um Keflavíkurhverfið en sú lengri um allan bæinn. Við upphaf leiksins fá þátttakendur blað með laufléttum vísbendingum og reitum fyrir rétt svör auk korts af Reykjanesbæ. Á síðasta staðnum er eyðublað þar sem þátttakendur fylla út og finna lausnarorðið, skrá nafn sitt, heimilisfang og símanúmer. Að sögn Huldu Bjarkar Þorkelsdóttur, forstöðumanns bókasafnsins eru vísbendingarnar laufléttar og því ættu allir að geta tekið þátt.