Ratleikir um allan bæ
Nemendur á mið- og unglingastigi Grunnskóla Grindavíkur fóru í ratleiki í síðustu viku í blíðskapar veðri. Nemendur þeyttust út um allan bæ í leit að vísbendingum um stöðvar þar sem þau þurftu annaðhvort að svara spurningum eða leysa þrautir. Þegar nemendur höfðu skilað sér til baka úr ratleiknum var gætt sér á grilluðum pylsum.