Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Rappstjörnur með tónleika í Stapanum
Fimmtudagur 18. október 2012 kl. 08:53

Rappstjörnur með tónleika í Stapanum

Von er á upprennandi rappstjörnunni Hopsin hingað til lands og mun hann m.a. halda tónleika í Stapanum fyrir ungmenni á Suðurnesjunum. Rapparinn er um þessar mundir gríðarlega vinsæll og þá sérstaklega á myndbandsvefnum Youtube þar sem myndbönd hans fá jafnan í kringum 20 milljónir áhorfa.

Hopsin kemur til landsins ásamt félaga sínum Dizzy Wright og munu þeir spila í
Stapanum miðvikudaginn 7. nóvember. Óli Geir Jónsson hefur veg og vanda að komu rapparanna sem munu einnig troða upp á Hip-Hop hátíð í Reykajvík. Óli segir komu rapparans vera stórviðburð á Suðurnesjum. „Ég myndi telja að þetta séu einhverjir þeir stærstu unglingatónleikar sem haldnir hafi verið fyrir Suðurnesjamenn. Þessir gæjar eru á barmi þess að springa út, þeir eru að hefja Evróputúr sem hefst hér á Íslandi,“ segir Óli Geir.

Hér má sjá nánari upplýsingar um tónleikana.

Hér má sjá eitt að vinsælli lögum Hopsin, Sag My Pants.

Hér er svo annað lag, Ill mind of Hopsin.

 

[email protected]

Dubliner
Dubliner