Ransu með leiðsögn
Sunnudaginn 21. nóvember kl. 15:00 tekur listamaðurinn Jón B.K. Ransu á móti gestum í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar og leiðir þá um sýningu sína TÓMT.
Ransu er mörgum kunnur og hefur sýnt víða, auk þess að hafa lengi verið virkur í skrifum um myndlist ásamt því að kenna myndlist.
Sýningin Tómt er framhald tveggja sýninga með sama nafni þar sem Ransu vinnur áfram með hugmyndina „að ramma inn tómt“ og vísar þar til þess hvernig ramminn hefur þá stöðu að vera hvorki hluti af myndinni né aðskilinn frá henni og því spurning um gildi hvors um sig. Um leið kvikna forvitnilegar spurningar um huglægan ramma málverks.
Sýningin Tómt er í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum í Reykjanesbæ og stendur til 5. desember. Safnið er opið virka daga frá kl. 12.00-17.00 og 13.00 – 17.00 um helgar og aðgangur er ókeypis.