Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 5. febrúar 1999 kl. 21:32

RANNVEIGU Í 1. SÆTIÐ

Næstkomandi helgi verður kosið í prófkjöri samfylkingar á Reykjanesi. Þar býður sig fram til forystu Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður. Ég vil hvetja Suðurnesjamenn til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Rannveigu til forystu. Hún hefur sýnt það með störfum sínum, bæði sem alþingismaður og ráðherra að henni er treystandi fyrðr því að vera forystumaður. Hún hefur víðtæka reynslu af pólítískum störfum og allstaðar er eftir því tekið hve vel og samviskusamlega hún leysir störf sín af hendi. Sú sem þetta skrifar hefur persónulega reynslu af því að starfa við hlið hennar sem alþingismaður og undir hennar forystu í Alþingiskosningunum 1995 í Reykjaneskjördæmi þar sem hún stóð sig með mikilli prýði.
Rannveig verðskuldar það að þú kjósandi góður gefir henni tækifæri til að leiða lista samfylkingarmanna til sigurs í Reykjaneskjördæmi á vori komanda Petrína Baldursdóttir varaþingmaður og leikskólastjóri í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024