Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 20. ágúst 2001 kl. 09:53

Rannsakar höfrunga í Garðsjó

Marianne Rasmussen er ungur sjávarlíffræðingur frá Óðinsvéum í Danmörku. Hún vinnur nú að doktorsverkefni sínum við Íslandsstrendur sem snýst um rannsaka hátíðnihljóð sem villtir höfrungar gefa frá sér. Marianne hefur dvalið á Íslandi sumarlangt undanfarin fimm ár og unnið á hvalaskoðunarbáti Helgu Ingimundardóttur, en hún vann einnig hluta af meistaraverkefni sínu í sjávarlíffræði á bátnum hjá Helgu.

Fullkomnar græjur
„Við erum búin að vera gera rannsóknir úti á Garðsjó undanfarna daga, þ.e. að taka upp hátíðnibylgjurnar sem höfrungarnir gefa frá sér. Við notum upptökutæki sem tekur upp 300 Khz en manneskja getur aðeins numið 20 Khz hljóð. Á tækinu sem við notum til mælinganna eru fjórir neðansjávarmíkrafónar og neðasjávarmyndbandsupptökutæki“, segir Marianne en fyrirtækið Oticon, sem framleiðir hljóðupptökutæki, hefur styrkt rannsóknina.
Rannsóknarhópurinn samanstendur af prófessur Lee-Miller, sem er leiðbeinandi Maianne við háskólann í Óðinsvéum, Magnúsi sem er sænskur doktorsnemi við og Malene sem er danskur meistaranemi frá Kaupmannahafnarháskóla, en þau aðstoða Marianne við rannsóknina. Þau hafa verið úti á sjó í heila viku á bátnum Hnoss frá Keflavík.

Staðsetningarkerfið mikilvægt
„Markmið rannóknarinnar er að komast að því hvernig höfrungarnir nota hátíðnihljóðin, m.a. til að finna æti og forðast netin, en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður á villtum höfrungum. Þeir hafa augu en þar sem skyggnið er slæmt, eins og í Garðsjó, þá er staðsetningarkerfi þeirra þeim mikilvægt til lifa af í náttúrunni. Okkur hefur gengið vel undanfarna daga, sérstaklega í gær en við þurfum að fá höfrungana til að koma að myndavélinni og ná að taka upp hljóðin frá þeim samtímis“, segir Marianne.
Hópurinn hefur haft aðstöðu á Fræðasetrinu í Sandgerði og Maianne mun hafa aðstöðu þar þegar upptökum lýkur, til að vinna úr gögnunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024