Rangeygður köttur ratar ekki heim

- Sprengir alla krúttstaðla á netinu

Þessi köttur fannst á milli Garðs og Keflavíkur og virðist ekki rata heim. Á síðunni Kattavaktin á fésbókinni er lýst eftir eiganda kattarins sem virðist vera að sprengja alla krúttstaðla fyrir það hvað hann er yndislega rangeygður á myndinni sem fylgir auglýsingunni.