Rándýr „Game, Game“-frasi í dagsljósið á ný
Glöggir áhorfendur á vefsjónvarp Víkurfrétta tóku eftir því að fréttamaður Víkurfrétta notar rándýran „Game, Game“-frasa í einu viðtali sínu við erlendan leikmann Keflavíkur. Heyra má frasann þegar 01:54 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Frasinn er ódauðlegur eftir að gömlu myndbandi frá keflvísku sjónvarpsstöðinni Augnsýn var lekið á netið. Brot úr því viðtali má sjá hér neðst á síðunni.
Eyþór Sæmundsson, blaðamaður Víkurfrétta, sagði að það hafi lengi legið fyrir að hann ætlaði sér að nota frasann þegar hann myndi taka sitt fyrsta viðtal við erlendan körfuknattleiksmann. Það gerðist um helgina, þannig að það var „Game, Game“ að nota frasann.