Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rán í upphafsatriði Ófærðar
Rán Ísold ásamt Baltasar Kormáki, leikstjóra Ófærðar og syni hans Baltasar Breka sem leikur í þáttunum. Ljósmynd/RVKstudios
Fimmtudagur 7. janúar 2016 kl. 12:40

Rán í upphafsatriði Ófærðar

- Viðtal við Rán í Víkurfréttum í dag

Rán Ísold Eysteinsdóttir úr Keflavík leikur í þáttunum Ófærð sem sýndir eru á RÚV við miklar vinsældir. Hún sagði aðeins fáum frá hlutverkinu sínu svo það kom mörgun vinum og kunningum á óvart að sjá hana á skjánum. Rán útskrifaðist nýlega úr Versló og tók virkan þátt í leiklistarlífi skólans. Hlutverkið í Ófærð er fyrsta stóra hlutverkið hennar og ekki aðeins er það í vinsælustu þáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi heldur krafðist hlutverkið þess að hún léki nakin í kynlífsatriði. Í Víkurfréttum dagsins er viðtal við Rán þar sem hún segir frá því ævintýri sem Ófærð var.

Víkurfréttir eru bornar út í öll hús á Suðurnesjum í dag, fimmtudag. Hérna fyrir neðan má svo nálgast rafrænt eintak.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024