Rakel sigraði í hárgreiðslukeppni FS
Nemendur í Hársnyrtideild Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum kepptu í vikunni um sæti á Íslandsmóti iðnnema sem varður haldið í Laugardalshöll dagana 18. og 19. apríl.
Keppt var í frjálsum uppgreiðslum þar sem hugmyndaflugið og sköpunargáfan réðu för hjá nemendum. Þótti keppnin takast afar vel og skein áhuginn og einbeitingin úr svip keppenda. Skemmst er frá að segja að Rakel A. Heinesen bar sigur úr býtum en í öðru sæti var Heiðrún Pálsdóttir og munu þær keppa fyrir hönd skólans á Íslandsmótinu. Þá var Guðrún Þ. Edvardsdóttir í þriðja sæti.
Dómarar keppninnar voru þær Elín Ása Einarsdóttir hársnyrtir, Hrönn Arnarsdóttir íslenskukennari og myndlistarkona og Svava Jóhannesdóttir kennari Hársnyrtideildar.
Fleiri myndir á www.fss.is
Fleiri myndir á www.fss.is