Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Rakel Sif er grunnskólanemi vikunnar
Rakel Sif.
Föstudagur 10. nóvember 2017 kl. 05:00

Rakel Sif er grunnskólanemi vikunnar

Nafn: Rakel Sif Alfreðsdóttir

Hver eru áhugamálin þín? Vera með vinum, makeup og tónlist

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? 10. bekk og er 14 ára

Hvað finnst þér best við það að vera í Grunnskóla Grindavíkur? Allir svo góðir vinir,  flottir krakkar og kennarar.

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Stefni á að fara í framhaldsskóla í Reykjavík eða bara FS

Ertu að æfa eitthvað? Nei er ekki að æfa neitt

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að vera með vinum mínum og ferðast til útlanda

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst ekki skemmtilegt í fótbolta, finnst líka leiðinlegt að taka til og spila Fifa

Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta? Stærðfræði er skemmtilegust og danskan er leiðinlegasta fagið

Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Get ekki verið án símans míns

Uppáhalds matur: Pizzurnar á Papa´s pizza í Grindavík
Uppáhalds tónlistarmaður: Íslenskt rapp er best eins og Flóni, Joey Christ og Alexander Jarl
Uppáhalds app: Snapchat
Uppáhalds hlutur: Rúmið mitt og sængin mín
Uppáhalds þáttur: Riverdale og Rupaul´s Drags Race