Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ráin full á tónleikum Stebba og Eyfa
Föstudagur 2. september 2005 kl. 16:57

Ráin full á tónleikum Stebba og Eyfa

Húsfyllir var á Ránni í gærkvöldi þegar Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson tóku lagið af sinni einskæru snilld.

Áhorfendur voru ekki sviknir af flutningi þeirra á nokkrum að þekktustu dægurlagaperlum allra tíma, en sem fyrr voru lög þeirra Simon og Garfunkel í áberandi á prógramminu.

Í seinni hluta tónleikanna fluttu þeir nokkur Sálarlög og að sjálfsögðu var besta Evróvisionlag Íslandssögunnar, Draumur um Nínu, flutt ekki einu sinni heldur tvisvar.

Tónlistarveislan heldur áfram á Ránni í kvöld undir yfirskriftinni „Stjörnubjart í Reykjanesbæ“. Einar Júlíusson leikur ásamt Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og hefjast tónleikarnir kl. 21. Að því loknu leikur Rúnar Júlíusson og rokkhljómsveit hans fyrir dansi langt fram á nótt.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024