Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ragnhildur lét af störfum eftir 25 ára starf
Ragnhildur er hér lengst til vinstri ásamt vinnufélögum sínum á góðri stundu.
Mánudagur 7. júlí 2014 kl. 09:26

Ragnhildur lét af störfum eftir 25 ára starf

Ragnhildur Árnadóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur lét af störfum á dögunum hjá Bókasafni Reykjanesbæjar, eftir 25 ára starf. Ragnhildur var ráðin til Bókasafns Keflavíkur 1. júní árið 1989 og hefur því verið starfsmaður safnsins í aldarfjórðung. Lengst af gengdi hún starfi deildarstjóra skráningar og við upplýsingaþjónustu safnsins.

Í starfi sínu upplifði Ragnhildur mikla þróun í starfsemi bókasafna og kom að mótun nýjunga í starfsemi Bókasafns Keflavíkur og síðar Reykjanesbæjar enda mikill fagmaður. Hún tók þátt í flutningi safnsins í tvígang, fyrst af Mánagötu 7 að Hafnargötu 57 og síðan í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 í fyrrasumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starfsfólk þakkaði Ragnhildi ánægjulegt samstarf í gegnum tíðina með blómvendi og heillaóskum og Ragnhildur þakkaði fyrir samstarfið með veisluborði. Ragnhildur ætlar að njóta sumarleyfis næstu vikurnar en fagnar síðan sjötugsafmæli og starfslokum í næsta mánuði.