Ragnheiður vinælasta íslenska óperan frá upphafi
12 þúsund miðar seldir
Óperan Ragnheiður er nú orðin mest sótta íslenska óperan frá upphafi. Upphaflega voru ráðgerðar þrjár til fjórar sýningar á Ragnheiði, en nú eru sýningarnar orðnar níu talsins. Gunnar Þórðarson samdi tónlistina í verkinu ásamt því að Keflvíkingurinn Jóhann Smári Sævarsson fer með stóra rullu í verkinu. (Sjá viðtal) Sýningin er jafnframt orðin sjöunda mest sótta sýningin í sögu Íslensku óperunnar, sé miðað við eina sýningarlotu.
Tæplega 12.000 miðar höfðu selst í gærdag en þá voru enn til miðar á tvær sýningar. Uppselt var á hinar sjö, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Sýningar verða því alls níu og þrátt fyrir vinsældirnar verður þeim ekki fjölgað meira vegna anna hjá listafólkinu.