Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 29. október 2001 kl. 17:50

Ragnar Ingason Herra Suðurnes 2001

Herra Suðurnes var kjörinn fyrir fullu húsi í Festi í Grindavík um síðustu helgi. Tíu strákar kepptu um titilinn Herra Suðurnes og fór Ragnar Ingason, 19 ára Njarðvíkingur, með sigur af hólmi.Jón Oddur Sigurðsson hafnaði í öðru sæti og hlaut jafnframt titlana K-sport strákurinn og Ljósmyndafyrirsæta herra á Suðurnesjum. Í þriðja sæti varð Tómas Guðmundsson.
Vinsælasti strákurinn var kjörinn Jóhann Freyr Einarsson. Strákarnir úr þremur efstu sætunum fara í Herra Ísland 2001 og auk þeirra þriggja fara þeir Ingvi Þór Hákonarson og Gunnar Örn Einarson í Herra Ísland þetta árið.

Nánar í Víkurfréttum á fimmtudag og í næsta TVF
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024