Mánudagur 30. janúar 2017 kl. 10:29
Ragga nagli með fyrirlestur í Bókasafni Reykjanesbæjar
Ragnhildur Þórðardóttir heilsusálfræðingur, betur þekkt sem Ragga nagli, heldur fyrirlestur í Bókasafni Reykjanesbæjar á morgun, þriðjudaginn 31. janúar. í fyrirlestrinum leiðir Ragga nagli fólk í sannleikann um þá töfralausn að nærast og njóta í núvitund. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17:00.